Ferđafélagiđ Fjörđungur
Fjörđungur | Skálarnir | Leiđarlýsing | Myndir
Skálarnir /

Ţönglabakki

Ţönglabakki

Ţönglabakki


Vetur 3.000kr. Nóttin á mann
Sumar 3.000kr. Nóttin á mann

Síđustu ábúendur fluttu frá Ţönglabakka voriđ 1944. Fljótlega eftir ţađ var bađstofan sem eftir stóđ útbúin sem afdrep skipbrotsmanna. Tíu árum seinna var hún ónýt og var ţá ráđist í ađ byggja nýtt skipbrotsmannaskýli. Fyrir ţví stóđ Slysavarnarfélagiđ Ćgir á Grenivík. Húsiđ var byggt á níu dögum í tveimur áföngum vor og haust 1955.
Byggingarkostnađur var 55 ţúsund krónur. Hann fékkst allur međ frjálsum samskotum auk framlags Slysavarnarfélags Íslands.
Aldrei hafa neinir skipbrotsmenn komiđ í ţennan skála. Aftur á móti hafa gangnamenn gist ţar í haustgöngum og göngumenn og hestamenn hafa átt ţar víst skjól.

Ţótt ekki vćri búiđ ađ ganga formlega frá eigendaskiptum á húsunum tók Ferđafélagiđ Fjörđungur strax til óspilltra málanna sumariđ 2006 og byggđi sólpall kringum Ţönglabakkaskálann međ tilstyrk Gýtubakkahrepps. Pallurinn gjörbreytti allri ađstöđu ţar.
Í nćstu lotu var fariđ í ársbyrjun 2008. Gólfiđ var orđiđ fúiđ og brýnt ađ skipta um ţađ. Niđurstađan varđ sú ađ allt var hreinsađ innan úr húsinu, sett nýtt gólf, veggir og loft panelklćtt, settar nýjar innréttingar og nýjar, tvíbreiđar kojur. Gluggar voru og endurnýjađir.
Efniđ var flutt á stađinn á snjótrođurum og allt verkiđ framkvćmt í níu vélsleđaferđum í febrúar til maí 2008. Ţar komu 58 manns viđ sögu og skiluđu 730 vinnustundum, hér um bil öllum í sjálfbođavinnu.

Á Ţönglabakka er nú svefnpláss fyrir 16 manns. Í húsinu er nýr olíuofn til upphitunar, gas til ađ sjóđa á og borđbúnađur fyrir 20 manns. Úti er gott kolagrill.
Viđ skálann stendur náđhús međ ţvottavaska öđrum megin og vatnssalerni hinum megin.

Prentvćn útgáfa

 

  Núna: 1
  Í dag: 4
  Í allt: 104816